Neisti auglýsir

Neisti auglýsir skrifaði Greta Mjöll Samúelsdóttir - 28.10.2020
08:10
Starf þjálfara Neista
Ungmennafélagið Neisti óskar eftir starfsmanni í stöðu þjálfara.
Um starfið:
Um er að ræða um 30% starf og felst það í umsjón með íþróttaæfingum fyrir alla aldursflokka, samtals 6 æfingar og aðstoð á knattspyrnuæfingum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.
Hæfniskröfur:
- - Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af skipulagðri íþróttastarfsemi sem iðkandi eða stjórnandi.
- - Góð samskiptahæfni nauðsynleg.
- - Umsækjandi þarf að búa yfir hæfni í stjórnun og skipulagi.
- - Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.
Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við framkvæmdastjóra á netfangið ungmennafelagid.neisti@mulathing.is eða í síma 893-4013.
Umsóknarfrestur er til 2. nóvember 2020.