Djúpavogshreppur
A A

Neisti 100 ára og nafnasamkeppni

Neisti 100 ára og nafnasamkeppni

Neisti 100 ára og nafnasamkeppni

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 23.01.2019 - 08:01

Neisti 100 ára og nafnasamkeppni!

Ungmennafélagið Neisti fagnar 100 ára afmæli á þessu ári og þeim tímamótum verður m.a. fagnað með veglegri veislu í lok febrúar. Að því tilefni biðlar undirbúningsnefndin til allra fyrrverandi og núverandi félagsmanna Neista að senda myndir, sögur, gamla búninga, muni og annað sem tengist Neista og gaman væri að sýna/segja frá í afmælisveislunni. Þetta má gjarnan senda á neisti@djupivogur.is eða koma/senda til Hafdísar ReynisdótturNeistahöllina (milli kl.9-12 mán. mið. og fim.) eða heyra í henni í síma 861-1979.

Nafnasamkeppni er hér með sett af stað vegna nýja húsnæðisins við Neistavöllinn sem í daglegu tali er kallað Neistahöllin. Allar hugmyndir að góðu nafni á húsnæðið má senda á neisti@djupivogur.is eða koma til Hafdísar í Neistahöllina (milli kl.9-12 mán. mið. og fim.) fyrir miðnætti miðvikudaginn 20. febrúar. Nýja nafnið verður síðan opinberað í afmælisveislu Neista.


ÁFRAM NEISTI!