Neistadagurinn 2011

Neistadagurinn 2011
skrifaði 15.09.2011 - 13:09Neistadagurinn verður haldinn með nýju sniði þetta árið. Núna ætlum við að hittast á söndunum, við enda flugbrautarinnar í dag fimmtudaginn 15. september kl.17:00-19:00.
Fjölskyldur eru hvattar til að koma klæddar eftir veðri, með skóflur og fötur með sér og til í hvað sem er!!
Planið er að leika okkur öll saman við að gera sandkastala, spila strandblak, keppa í strand-KUBB, fara í brennó, fara í stórfiskaleik, o.m.fl.
Að lokum verða svo grillaðar pylsur og svali í boði Neista.
Allir velkomnir.
Sjáumst vonandi sem flest,
Stjórn Umf. Neista