Djúpavogshreppur
A A

Neistadagurinn

Neistadagurinn

Neistadagurinn

skrifaði 19.08.2006 - 00:08

Í gær var  Neistadagurinn haldinn hátíðlegur á Djúpavogsvelli. Neistadagurinn er árlegur viðburður þar sem félagar og velunnarar UMF. Neista koma saman og kveðja sumarið.   Mæting var með ágætum  að þessu sinni enda blíðskaparveður og var ekki annað að sjá en að allir viðstaddir skemmtu sér vel.  Keppt var helstu greinum frjálsra íþrótta og má segja að sannur íþróttaandi hafi svifið yfir svæðinu. Að lokinni keppni var börnunum sem tóku þátt í íþróttastarfinu í sumar veittar viðurkenningar frá félaginu.  Grillað var að venju og þá kom Hlíf Herbjörnsdóttir sterk inn, en hún hafði  bakað dýrindis tertur og kökur sem viðstaddir lofuðu í hástert.  Óvænt tónlistaratriði leit dagsins ljós en þar fór sveitarstjórinn í broddi fylkingar með nýjan Neista slagara með þriggja kvenna kór sér við hlið, en hann var skipaður Helgu Björk, Hlíf og Sóley Dögg. 
Í sumar var Anton Stefánsson framkvæmdastjóri Neista.  Anton hefur staðið sig afskaplega vel í þessu hlutverki fyrir Neista og ber að þakka honum sérstaklega fyrir vel unnin störf í sumar, eftirtektarvert er t.d.  hve íþróttasvæðið allt hefur verið vel hirt og snyrtilegt í sumar og hefur Anton einmitt hugsað sérstaklega vel um það ásamt því að þjálfa börnin. Hér fylgja svo myndir sem teknar voru á Neistadaginn. Áfram Neisti.  AS   

                 13   
  Anton framkvæmdastjóri í gömlu Neistatreyjunni. Það var hin gamla íþróttakempa Stefán Arnórsson sem ánafnaði Neista þessa treyju fyrir nokkrum árum, en þetta er treyja úr fyrsta búningasetti Neista.  

                2
  Þórunn Amanda leggur í langstökkið

               20
  Hópur af Neistakrökkum að leik

               3
  Ísabella á harða hlaupum á langstökksbrautinni

              4
  Bergsveinn Ás bíður eftir ræsingu í langstökkið

              5
         Ómar Freyr léttur á fæti

            6
    Flott stökk hjá Þórunni

           7
   Jens einbeittur og leggur allt í sölurnar

           8
  Kristófer er líka einbeittur og stekkur hátt

           n1
  Nú skal sko tekið á því, Fanný á fleygiferð

          9
  Davíð Örn býr sig undir langt stökk

          10
  Og svo er bara gott að slaka á í sandinum á eftir

         11
  Bergsveinn Ás á röltinu milli greina 

         n2
  Davíð Arnar er líka mættur á svæðið

         12
  Svo er líka nammidagur, Elísa Rán mundar sleikjóinn

       
      15
   Neistaslagarinn fluttur og hraustlega tekið undir. 

       n3
  Veðrið skartar sínu fegursta á Neistadaginn