Djúpivogur
A A

Náttúrufræði í leikskólanum

Náttúrufræði í leikskólanum

Náttúrufræði í leikskólanum

skrifaði 18.03.2015 - 13:03

Jón Ingvar kom í heimsókn í leikskólann í gær og sýndi okkur nokkur sjávardýr sem vöktu mikla lukku. Þetta voru Steinbítur, Rauðmagi, Krabbi og Krossfiskur.   Þau voru sprelllifandi og fannst krökkunum gaman að sjá þegar Steinbíturinn beit í spýtuna svo fast að það var hægt að taka hann upp á spýtunni.  Síðan var krabbi sem rölti um gólfið og Rauðmagi sem saug sig fastan á gluggann.  Krossfiskurinn var eina dýrið sem þeir hugrökkustu þorðu að halda á en svo voru nokkrir sem prófuðu að klappa steinbítnum. 

Með krossfisk

Mjög merkilegir fiskar

Flottur steinbíturinn

Fleiri myndir hér

ÞS