Djúpivogur
A A

Náttúrfræði 5.-7. bekkur

Náttúrfræði 5.-7. bekkur

Náttúrfræði 5.-7. bekkur

skrifaði 14.09.2011 - 22:09

5. 6. og 7. bekkur eru alltaf úti í náttúrufræðitímum á miðvikudögum, fyrir áramót. Það er ýmislegt sem við finnum okkur til dundurs á þeim dögum. Nemendurnir hafa tekið flag í fóstur sem er sárið við sparkvöllinn. Stefna nemendur á að hafa grætt flagið upp við lok skólagöngu. Leiðin sem þeir fundu upp á til að hefja vinnuna var að taka plöntur af þeim stöðum sem ekki er óskað eftir þeim, t.d. í drenmöl, og flytja þær í flagið sitt. Nú 14. september fóru nemendur út að mæla þau tré sem hafa verið gróðursett síðustu tvo áratugina og má sjá þetta ötula rannsóknarfólk að störfum á þessum myndum.  LDB