Námskeið um viðhald og verðmæti fasteigna

Námskeið um viðhald og verðmæti fasteigna
skrifaði 29.10.2010 - 14:10Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður húseigendum og iðnaðarmönnum á námskeið um viðhald og verðmæti fasteigna sem haldið verður á nokkrum stöðum um landið í vetur.
Viðhald og verðmæti er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar og Íbúðalánasjóðs við sérfræðinga frá verkfræðistofum, Orkusetrinu, Rafiðnaðarskólanum, Húsi og heilsu, Iðunni - fræðslusetri og heimamenn í hverjum landshluta fyrir sig
Í þessum viðburði fara saman námskeið um viðhald og verðmæti fasteigna sem og áhugavert tækifæri fyrir aðila í byggingageiranum til markaðssetningar á starfsemi sinni.
NMÍ mun standa fyrir námskeiði á Hótel Héraði á Egilsstöðum miðvikudaginn 3. nóvember frá 15:00 - 18:30.
ÓB