Djúpavogshreppur
A A

Námskeið í skjalastjórnun

Námskeið í skjalastjórnun

Námskeið í skjalastjórnun

skrifaði 08.02.2010 - 18:02

Við fengum ábendingu senda frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga um námskeið í skjalastjórnun sem fer fram í mars. Ef áhugi er fyrir slíu námskeiði hér á Austurlandi á að vera hægt að koma því í kring í fjarfundi, en lágmarksfjöldi er þrír þátttakendur.

Námslýsing

Fjallað verður stuttlega um sögu og þróun upplýsinga- og skjalastjórnar á Íslandi og annars staðar svo og félög og samtök á sviði upplýsinga- og skjalastjórnar í Evrópu, Ameríku og Ástralíu. Kynnt verða íslensk lög, reglugerðir og reglur um upplýsingar, skjöl og skjalasöfn og farið í alþjóðlegan staðal um skjalastjórn, ISO 15489. Aðferðir, tilgangur og markmið upplýsinga- og skjala-stjórnar verða tíunduð.

Farið verður í skjalatalningu, geymsluáætlun fyrir skjöl, skjalaflokkun og skjalaflokkunarkerfi, húsnæði og búnað fyrir virk og óvirk skjöl, öryggisáætlanir fyrir skjöl, pökkun og skráningu hálfvirkra og óvirkra skjala, stöðlun á skjalagerð og eyðublaðastjórn. Lögð verður áhersla á skipulag málasafna, bókhaldsgagna, ljósmynda, teikninga og kynningarefnis svo og gagna í mismunandi formi – pappír og rafrænu formi. Sýnt verður fram á hvernig hægt er að nota ýmis konar tölvukerfi við skipulagningu gagna, skráningu, vistun og endurheimt.

Fjallað verður um tengsl upplýsinga- og skjalastjórnar og stjórnun þekkingar og gæða. Kenndar verða aðferðir við að skipuleggja útgefið efni sem keypt er eða berst stofnunum, s.s. bækur, tímarit, fréttabréf, árskýrslur o.þ.h. Lögð er áhersla á að námskeiðið hentar öllum starfsmönnum sem hafa með málaflokkinn að gera innan síns vinnustaðar.

Markmið námskeiðs

Yfirmarkmið:

• Að starfsfólk, sem ber ábyrgð á upplýsinga- og skjalastjórn, skilji mikilvægi þáttarins í rekstrinum.
• Að starfsfólk, sem annast upplýsinga- og skjalastjórn, geti sinnt starfsskyldum sínum á skilvirkan hátt.

Undirmarkmið:
• Að starfsfólk geti lagt þekkingu að mörkum varðandi tölvuvæðingu skjalastjórnar.
• Að starfsfólk þekki gildi upplýsinga- og skjalastjórnar fyrir þekkingarstjórnun og gæðastjórnun.Lengd  
10 kst.

Staður og stund
12. mars, kl. 13:30 - 15:50 og 15. mars, kl. 8:30 - 12:00, hjá Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7, Reykjavík.

Umsjón
Jóhanna Gunnlaugsdóttir
Námskeiðið er án endurgjalds fyrir félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar

Verð fyrir greiðandi þátttakendur: 12.000 ISK.