Djúpivogur
A A

Námskeið í sárum og sárameðferð

Námskeið í sárum og sárameðferð

Námskeið í sárum og sárameðferð

skrifaði 12.10.2009 - 18:10

Námskeiðið "Sár og sárameðferð" verður haldið á Egilsstöðum föstudagin 23. október ef næg þátttaka fæst.

Námskeiðið er haldið fyrir sjúkraliða en er opið öðrum áhugasömum sem starfa t.d. við  félagsþjónustu, við aðhlynningu aldraðra ofl.

Námskeiðið er haldið á vegum Framvegis og fer skráning fram á heimasíðu þeirra .

Markmið:  Að auka þekkingu sjúkraliða á sárum og sárameðferð sem og að auka skilning á andlegum þáttum sem tengjast slysum og langvarandi veikindum

Lýsing:  Fjallað er um líffræði húðar, gróningu sára, helstu tegundir sára og meðferð, umbúðir og eiginleika þeirra.   Verkleg kennsla í umbúðalögnum.  Farið í áhættuþætti sem tengjset blóðsmiti og loks fjallað um það hvernig andlegir þættir geta haft áhrif á bata sjúklings.

Leiðbeinandi:  Linda Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur

Tími: 23. okt kl. 9-17

Skráning:  www.framvegis.is eða í s-5814914