Djúpavogshreppur
A A

Námskeið í hleðslu riffilskota

Námskeið í hleðslu riffilskota

Námskeið í hleðslu riffilskota

skrifaði 24.02.2010 - 17:02

Fyrirhugað er að halda námskeið í hleðslu riffilskota.

8 kest.  - Verð: 15.000 kr.

Á námskeiðinu er farið yfir helstu aðferðir við hleðslu riffilskota, grunnatriði og helstu öryggisreglur.  
Samkvæmt skotvopnalögum er þátttaka í slíku námskeiði forsenda þess að fá leyfi til að hlaða riffilskot og til þess að kaupa efni til endurhleðslu.  

Þátttakendur verða að hafa B skotvopnaréttindi til þátttöku á námskeiðinu og framvísa þeim fyrir námskeið.
Þátttakendur taki með sér öryggisgleraugu á námskeiðið.

Staður og tími: Hornafjörður, Nýheimum 21. mars kl. 09:00-15:00.
Með fyrirvara um endanlegar dagsetningar og þátttöku.

Leiðbeinandi: Jóhann Vilhjálmsson, byssusmiður.

Hægt er að skrá sig á www.tna.is og hjá Nínu í síma 470-8043 og 866-5114 eða nina@tna.is


Greiða þarf 2.000 kr. staðfestingagjald sem verður innheimt með greiðsluseðli.

Hámarks fjöldi þátttakenda er 12.