Djúpivogur
A A

Námskeið í fundarritun og fundarstjórn

Námskeið í fundarritun og fundarstjórn

Námskeið í fundarritun og fundarstjórn

skrifaði 25.01.2011 - 13:01

Farið er í gegnum helstu atriði góðra fundargerða og hvert verksvið fundarritara er, hvað eru aðalatriði og aukaatriði og hvað þarf að koma fram í fundargerðum.

Skoðað er hvernig hægt er að staðla fundarritun og auðvelda þannig fundarritun. Einnig hvað þarf að hafa í huga þegar minnisblöð eru skrifuð og til hvers þau eru.

Farið verður í virka fundarstjórnun og muninn á fundum eftir því hvort um er að ræða félagsfundi, aðalfundi eða vinnufundi.

Hvert er hlutverk fundarstjóra og hvernig hann tekur á erfiðum aðstæðum.

Hvað eru tillögur og munurinn á þeim.

Markmiðið er að geta stýrt fundum á uppbyggilegan hátt.

Ókeypis námskeið fyrir félaga í AFLi Starfsgreinafélag

3000.- fyrir aðra.

Staður: Djúpavogur, 15. febrúar kl. 17-19:30
Leiðbeinandi: Magnús J. Magnússon
Skráning hjá Þekkingarneti Austurlands s: 470-3800, www.tna.is