Djúpivogur
A A

Nám í vélaverði

Nám í vélaverði

Nám í vélaverði

skrifaði 19.01.2015 - 08:01

Verið er að kanna möguleikann á námskeiði í vélaverði hér á Djúpavogi.

Námið veitir réttindi til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni og 12 m og styttra að skráningarlengd. Leiðbeinandi yrði Magnús Hreinsson. 

Um er að ræða bóklegt og verklegt nám. Verklegi þátturinn felst í almennri vélstjórn og bilanagreiningu og skal tilsvara 16 kennslustundum.

Farið verður í álagskeyrslu véla, dísilvélina + kerfi, forhleðslu, rafmagn, eldsneyti + kerfi, afgas + kerfi, varahluti og vetrargeymslu, reglur, kælikerfi (freon!), vökvakerfi og frágang véla.

Áhugasamir geta haft samband við Sævar Þór Rafnsson í síma 777-0005.

ÓB