Djúpavogshreppur
A A

Nafnasamkeppni - Frumkvöðlasetur Djúpavogi

Nafnasamkeppni - Frumkvöðlasetur Djúpavogi

Nafnasamkeppni - Frumkvöðlasetur Djúpavogi

skrifaði 14.08.2014 - 17:08

Efnt er til nafnasamkeppni á nýja frumkvöðlasetrinu sem opnar  á Djúpavogi í byrjun október næstkomandi. Setrið verður  í húsakynnum Afls í Sambúð, Mörk 12.

Frumkvöðlasetrið er samstarfsverkefni Austurbrúar, Afls starfsgreinafélags og Djúpavogshrepps. Tilgangur setursins er að ýta undir sprotastarfsemi og standa við bakið á einyrkjum, og skapa þannig ný atvinnutækifæri á Djúpavogi og víðar í landshlutanum.

Nafnatillögur má senda í tölvupósti á frumkvodlasetur@djupivogur.is eða skila á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1.

                     Nánari upplýsingar gefur Alfa Freysdóttir verkefnisstjóri sími 8948228