Djúpivogur
A A

Myndir frá kynningarfundi NMÍ og matarsmiðju á Karlsstöðum

Myndir frá kynningarfundi NMÍ og matarsmiðju á Karlsstöðum

Myndir frá kynningarfundi NMÍ og matarsmiðju á Karlsstöðum

skrifaði 02.12.2016 - 14:12

Þann 23. nóvember fór fram skemmtilegur kynningarfundur á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Havarí á Karlsstöðum.

Meðal þeirra sem fram komu voru Katrín Jónsdóttir, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar á Djúpavogi og Karl Friðriksson framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt fleirum. Havarí bauð upp á bulsusnakk og nýja snakktegund, grænkálssnakk auk nýrrar uppskriftar af rófusnakk. Að loknum fyrirlestrum stigu heimamenn með tónlistaratriði, þau Greta Mjöll Samúelsdóttir, William Óðinn Lefever, Ýmir Már og Svavar Pétur Eysteinsson.

Á meðan á fyrirlestrum stóð bauð Svavar Pétur upp á matarsmiðju fyrir börn á aldrinum 6-16 ára. Í þessari smiðju var börnunum leiðbeint hvernig nýsköpun í matargerð fer fram, allt frá hugmynd til tilbúinnar vöru. Þau voru beðin um að hanna sinn eigin drykk, framleiða, velja nafn á hann og hanna umbúðir utan um hann. Matarsmiðjan var vel sótt og var ekki annað að sjá en að börnin væru yfir sig ánægð með afraskturinn. 

Myndir frá þessum skemmtilega degi má sjá með því að smella hér.

ÓB