Djúpivogur
A A

Myndir frá Þrettándagleði 2015

Myndir frá Þrettándagleði 2015

Myndir frá Þrettándagleði 2015

skrifaði 14.01.2015 - 10:01

Djúpavogsbúar kvöddu jólin með hefðbundnum hætti á þrettándanum og létu ekki örlitla slagveðursrigningu stöðva sig.

Sem fyrr var gengið frá Sparisjóðnum sem leið liggur að blánni þar sem brennan hefur verið haldin síðustu ár. SVD Bára stóð fyrir flottri flugeldasýningu, jólasveinar komu til að kveðja en fljótlega eftir flugeldasýningunni lauk fór fólk að tínast til síns heima enda flestir orðnir býsna blautir eftir rigingaráhlaupið.

Meðfylgjandi myndir tók Andrés Skúlason.

ÓB