Djúpavogshreppur
A A

Myndir frá Bulsudiskói á Karlsstöðum

Myndir frá Bulsudiskói á Karlsstöðum

Myndir frá Bulsudiskói á Karlsstöðum

skrifaði 08.08.2014 - 00:08

Heimilisfólkið á Karlsstöðum í Berufirði boðaði til svokallaðs Bulsudiskós með stuttum fyrirvara rétt fyrir verslunarmannahelgina. Þar skyldu grillaðar hinar landsfrægu bulsur og spiluð lifandi músík. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara lögðu hátt í 100 manns leið sína á Karlsstaði í blíðskaparveðri laugardaginn 2. ágúst. Eftir að bulsurnur höfðu runnið ljúflega ofan í gestina tóku við tónleikar í gömlu hlöðunni. Þar steig sjálfur Prins Póló á svið og á eftir honum kom Hljómsveitin Eva sem dvalið hafði um hríð á Karlsstöðum við upptökur á fyrstu plötu þessa skemmtilega dúetts.

Stórskemmtileg hugmynd hjá þeim Berglindi og Svavari og hver veit nema þetta sé upphafið að árlegri Verslunarmannahelgarhátíð í Djúpavogshreppi?

Myndir frá Bulsudiskói má sjá með því að smella hér.

ÓB