Myndband frá Gulltoppi GK

Myndband frá Gulltoppi GK
skrifaði 11.12.2012 - 16:12Stakkavíkurbáturinn Gulltoppur GK hefur landað hér í Djúpavogshöfn í haust og vetur.
Við rákumst á þetta skemmtilega myndband frá þeim félögum sem tekið var í róðri sem farinn var 5. desember sl. Það er virkilega skemmtilegt að sjá hvernig þetta fer allt saman fram á svona línubáti og gaman að sjá þá koma inn innsiglinguna í lok dags og fylgjast með lönduninni.
Smellið hér til að sjá myndbandið.
ÓB