Djúpavogshreppur
A A

Myndasýning í Tryggvabúð - Krossþorpið og fl. kl 17:00 í dag

Myndasýning í Tryggvabúð - Krossþorpið og fl. kl 17:00 í dag

Myndasýning í Tryggvabúð - Krossþorpið og fl. kl 17:00 í dag

skrifaði 23.02.2015 - 10:02

Á sýningunni sem stendur fyrir dyrum kl 17:00 í dag í Tryggvabúð ætlum við að brjóta aðeins formið upp og fá eigenda myndanna sem sýna á í dag til að fylgja efninu úr hlaði. Um er að ræða myndasafn úr eigu Albert Geirssonar. Þessar gömlu myndir eru margar teknar á og við Kross á Berufjarðarströnd sem í eina tíð var kallað einu nafni Krossþorpið. Okkur sem standa að myndasýningum þessum hefur einmitt skort upplýsingar og gamalt myndefni frá þessu svæði til að geta miðlað áfram fróðleik um þetta svæði, sem er fyrir margra hluta sakir stórmerkilegt. Segja má að Krossþorpið og fólkið sem þar bjó hafi verið síðasta alvöru veiðimannasamfélagið þar sem fólkið lifði á því sem landið gaf og verða sýndar nokkrar myndir því til staðfestingar.      

Þá má sjá gamlar myndir í safni þessu frá Djúpavogi sem hvergi hafa verið birtar opinberlega áður frekar en hinar myndirnar.  

Albert Geirsson verður því sérstakur gestur á sýningunni í dag og mun skýra það sem fyrir augu ber, auk þess sem fleiri staðkunnugir verða með honum í för. Hér er því um að ræða skemmtilegan og fróðlegan viðburð fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér sögu og menningu þeirra sem lifðu og störfuðu í Krossþorpinu gamla á Berufjarðarströnd auk þess sem áður segir eru myndir héðan frá Djúpavogi sem eru líka mjög áhugaverðar.  

Látum eina mynd úr safninu fylgja með svona til gamans. 

Allir velkomnir

AS