Djúpivogur
A A

Myndasafn Elísar Þórarinssonar

Myndasafn Elísar Þórarinssonar

Myndasafn Elísar Þórarinssonar

skrifaði 17.04.2012 - 16:04

Við vorum að ljúka við að setja inn veglegt myndasafn sem var í eigu Elísar Þórarinssonar á Starmýri, en Haukur sonur hans kom því til okkar.

Annars vegar er um að ræða myndirnar úr Álftafirði og komu þær að miklu leyti merktar, þó eru nokkrar ómerktar myndir sem reynt verður að merkja eftir fremsta megni. Allar ábendingar eru vel þegnar og má senda á djupivogur@djupivogur.is.

Hins vegar er myndasyrpa frá því þegar fyrst var farið ofan í Þjófaholuna í Álftafirði, árið 1961. Haukur segist ekki vera viss um alla sem fóru í ferðina, en veit þó að farið varið á bíl Elísar Þórarinssonar, U-100. Þeir sem hann þekkir á myndunum eru Karl bróðir hans Elísson, bræðurnir Guðmundur og Þorsteinn frá Skálpastöðum í Borgarfirði, Friðjón nokkur og Pétur Ragnarsson frá Rannveigarstöðum.

Haukur fær þakkir fyrir að koma safninu til okkar en það er hægt að skoða með því að smella hér.