Djúpivogur
A A

Músik Festival

Músik Festival

Músik Festival

skrifaði 19.04.2013 - 14:04

Jæja !!!

Þá er komið að því.  Músik Festival, hjá nemendum tónskólans, verður haldið á Hótel Framtíð, föstudaginn 19. apríl klukkan 18:30.

Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá og verður allur aðgangseyrir nýttur til kaupa á nýjum hljóðfærum í tónskólann.

Fyrr í vetur auglýsti ég eftir styrktaraðilum til að hjálpa okkur við að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af slíku verkefni.  Móttökurnar hafa verið framar björtustu vonum og hafa fjölmörg fyrirtæki og félagasamtök styrkt okkur með háar og lágar fjárhæðir.  Þökkum við kærlega fyrir veittan stuðning.

Hvetjum við alla íbúa til að mæta og hlusta á frábæra krakka flytja flotta tónlist undir öruggri stjórn Józsefs og Andreu.

Verð inn á tónleikana er sem hér segir:

16 - 66 ára = 1.500.-
67 ára og eldri = 1.000.-
15 ára og yngri (grunnskólanemendur og yngri) = ókeypis.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Nemendur og starfsfólk tónskólans.