Djúpivogur
A A

Munum eftir að flokka um jólin

Munum eftir að flokka um jólin

Munum eftir að flokka um jólin

skrifaði 21.12.2015 - 14:12
Þá fara jólin að ganga í garð með allri sinni gleði og yndislegheitum... og líka auka rusli. 
 
  • Jólapappír er endurvinnanlegur líkt og annar pappír og oft er jafnvel hægt að endurnýta hann að ári. Stundum er reyndar innpökkunarpappír úr plasti og þá á hann heima með því.
  • Týpískir jólaborðar eru úr plastefni og flokkast sem slíkt.
  • Slaufur og efnisborða má endurnýta næstum fram í hið óendanlega.
  • Orabaunirnar koma í dós sem auðvelt er að þrífa og flokka með öðrum málmum. Sama máli gegnir um lokið á rauðkálskrukkunni.
  • Krukkur flokkast með öðru því gleri sem ekki er skilagjald á. 
  • Fernur utan af þeim mikla rjóma sem notast yfir hátíðirinar (m.a. í möndlugraut og jólaís) flokkast með öðrum fernum.
  • Matarafganga er hægt að nýta í moltugerð eða t.d. sem fæði fyrir hænur í sveitarfélaginu.
  • Umframorku af jólaáti má nýta í létt skokk eða jólaljósagöngu.

Svo er hægt að styðja félög og góð málefni með því að gefa flöskur og dósir.

 

Jólakveðjur,

Djúpavogshreppur

ED