Djúpivogur
A A

Múlaþing auglýsir

Múlaþing auglýsir

Múlaþing auglýsir

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 12.01.2021 - 09:01

Laust er til umsóknar starf þjónustufulltrúa á skrifstofu sveitarfélagsins á Djúpavogi. Um tímabundna ráðningu vegna afleysingar er að ræða eða til 31. júlí 2022. Starfshlutfall er 75%.

Múlaþing er nýtt sveitarfélag á Austurlandi sem varð til 4. október sl. með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Íbúar eru rúmlega 5.000. Sveitarfélagið er landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins og nær yfir um 11 þúsund ferkílómetra.

Starfsmaður hefur umsjón með almennri afgreiðslu, símsvörun og móttöku á skrifstofu. Skráning, vinnsla og frágangur bókhalds, reikningagerð og önnur almenn skrifstofustörf. Næsti yfirmaður er fjármálastjóri Múlaþings.

Helstu verkefni:

 • Skráning, vinnsla og frágangur í bókhaldi og reikningagerð sveitarfélagsins.
 • Starfsmaður sér um taka saman og skila gögnum á pappírsformi sem til eru eða berast skrifstofunni á Djúpavogi í skjalageymslu sveitarfélagsins á Egilsstöðum.
 • Móttekur erindi sem berast á skrifstofuna á Djúpavogi og kemur þeim í það ferli sem nauðsynlegt er.
 • Veita íbúum og öðrum sem til skrifstofunnar leita, faglega og góða þjónustu.
 • Samskipti við viðskiptamenn og afstemmingar.
 • Önnur skrifstofustörf s.s. símsvörun, upplýsingagjöf til íbúa ofl.
 • Þekkja og vinna samkvæmt gildum, hlutverki og stefnu sveitarfélagsins.
 • Mikil áhersla lögð á nákvæmni, trúnað, öryggi og vandvirkni í starfi.
 • Önnur störf sem fjármálastjóri felur starfsmanni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Stúdentspróf og / eða víðtæk reynsla af störfum hjá stjórnsýslu sveitarfélags.
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Þekking og/eða reynsla af skrifstofuvinnu með áherslu á skjalavinnslu er kostur
 • Samskipta- og skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður
 • Góð íslenskukunnátta, þekking á almennum tölvuforritum og almenn leikni í upplýsingatækni
 • Góð þjónustulund og öguð vinnubrögð

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvött til að sækja um stöðuna.

Nánari upplýsingar veitir fjármálastjóri Múlaþings, gudlaugur.saebjornsson@mulathing.is

Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skulu sendar á starf@mulathing.is.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is

Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2021.