Djúpivogur
A A

Mono Town, VAX og RockStone á upphafskvöldi Hammondhátíðar

Mono Town, VAX og RockStone á upphafskvöldi Hammondhátíðar

Mono Town, VAX og RockStone á upphafskvöldi Hammondhátíðar

skrifaði 09.02.2014 - 13:02

Mono Town, VAX og hljómsveitin RockStone frá Tónskóla Djúpavogs koma fram á upphafskvöldi Hammondhátíðar 2014.

Mono Town er sannarlega eitt mest spennandi band landsins um þessar mundir. Þeir eru nýbúnir að gefa út plötuna In the eye of the storm á tónlistarveitunni Deezer.com, en hún inniheldur eitt vinsælasta lag landsins um þessar mundir, lagið Peacemaker. Lagið Jackie O hefur einnig verið að gera það gott. Mono Town hét áður B.Sig og gat sér mjög gott orð hér á Austurlandi með líflegum tónleikum, m.a. á Bræðslunni. Þeir hafa verið að gera það gott með tónleikum erlendis og hituðu m.a. upp fyrir hinna goðsagnakenndu sveit Pixies á stuttri tónleikaferð hennar um Scandinavíu í nóvember. Plata Mono Town er mesta spilaða plata tónlistarveitunnar Deezer í löndum á borð við Kanada, Ítalíu og Brasilíu, auk fjölda annarra landa. Skyldi Mono Town vera næsta stóra nafnið frá Íslandi? 

Hljómsveitin VAX er Austfirðingum að góðu kunn enda búin að vera starfandi í tæp 15 ár. VAX hélt tónleika í Löngubúð á Djúpavogi í september 2011 og mun nú loksins koma fram á Hammondhátíð. VAX spilar frumsamin lög í bland við vel valin tökulög.

Tónskóli Djúpavogs mun eins og í fyrra senda frá sér hljómsveit. Í grunninn er þetta sama hljómsveit og í fyrra en hefur fjölgað um tvo. Þeir kalla sig RockStone en drengirnir vöktu verðskuldaða athygli með frábærri frammistöðu á SamAust í nóvember.

Það lítur því út fyrir frábært fimmtudagskvöld á Hammondhátíð og dagskrá hátíðarinnar í heild er að taka á sig mynd en áður var búið að segja frá þátttöku Todmobile, Skonrokk og Ragga Bjarna. 

Hér að neðan geta lesendur glöggvað sig betur á Mono Town og VAX.

Fylgist með á heimasíðu Hammondhátíðar og Facebooksíðu Hammondhátíðar.

ÓB