Djúpivogur
A A

Miðasala á Hammondhátíð hefst á morgun

Miðasala á Hammondhátíð hefst á morgun

Miðasala á Hammondhátíð hefst á morgun

skrifaði 14.02.2014 - 17:02

Dagskrá Hammondhátíðar 2014 er nú tilbúin. Það er óhætt að fullyrða að það komi allir til með að finna eitthvað við sitt hæfi á þessari hátíð en dagskráin er fjölbreytt sem aldrei fyrr. 

Hammondhátíð vill koma því á framfæri að miðasala hefst kl. 10:00 í fyrramálið (laugardaginn 15. febrúar) á MIDI.IS. Einnig verða miðar seldir á Hótel Framtíð frá og með mánudeginum 17. febrúar.

Hér að neðan er plakat sem fór í dreyfingu í dag. Á því má sjá alla dagskrána.

Allar frekari upplýsingar um Hammondhátíð eru á heimasíðu hátíðarinnar, hammond.djupivogur.is.

Svo er Fésbókarsíða Hammondhátíðar mjög virk og allar tilkynningar varðandi hátíðina koma fyrst þar.

Semsagt, MIDI.IS kl. 10:00 í fyrramálið (laugardaginn 15. febrúar).

ÓB