Djúpivogur
A A

Miðasala á Hammondhátíð 2015

Miðasala á Hammondhátíð 2015

Miðasala á Hammondhátíð 2015

skrifaði 08.04.2015 - 11:04

Hammondhátíð vill koma því á framfæri að miðum á hátíðina í ár fer fækkandi. Líklegt er, miðað við stöðuna í dag, að heildarmiðar fari úr sölu eftir morgundaginn, jafnvel fyrr. Örfáir miðar eru eftir á sunnudagstónleika þeirra Pálma, Magnúsar og Þóris í Djúpavogskirkju og ekki langt í það að uppselt verði á Bubba og Dimmu á laugardeginum.

Það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér heildarmiða á hátíðina og hraðar hendur þarf að hafa vilji menn tryggja sér miða á laugardags- og sunnudagstónleikana.

Miðasala er á midi.is og Hótel Framtíð.

Nánar má fylgjast með á heimasíðu hátíðarinnar og Fésbókarsíðu hennar.

EDV