Djúpivogur
A A

Menntavika Þekkingarnets Austurlands

Menntavika Þekkingarnets Austurlands

Menntavika Þekkingarnets Austurlands

skrifaði 04.10.2010 - 08:10

Í næstu viku eða dagana 4. – 8. október heldur Þekkingarnet Austurlands menntaviku á þjónustusvæði sínu frá Vopnafirði suður um til Hornafjarðar. Tilgangurinn er að skapa umhugsun og umræður um gildi menntunar og hvaða menntatækifærum heimamenn á hverjum stað vilja hafa aðgang að.

 
Þriðjudaginn 5. október býður Þekkingarnetið öllum áhugasömum íbúum Djúpavogs á fund og í súpu á Hótel Framtíð kl. 11:00-12:45.

Ragnhildur Jónsdóttir starfsmaður Þekkingarnetsins kynnir þar:
•    Þjónustu ÞNA – m.a. námskeið í boði, stuðning við háskólanema, áhugasviðskannanir, og náms- og starfsráðgjöf.
•    Aðkomu Landsmenntar, sveitamenntar og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins til fjárstuðnings við fyrirtæki og    stofnanir   sem vilja halda     námskeið fyrir starfsmenn sína eða fá ráðgjafa að láni til að vinna tímabundin verkefni.
•    DVD disk um náms-og starfsráðgjöf fyrir sjómenn.  
•    Raunfærnimat í löggiltum iðngreinum og meðal bankastarfsmanna.


Spilakvöld í Sambúð þriðjudagskvöldið 5. okt.  kl. 19:30.

Fólk á öllum aldri er hvatt til mæta með borðspilin sín. Síðan velur hver og einn hvaða spil hann langar til að spila eða læra að spila og við spilum svo og skemmtum okkur saman til kl. 22:00. Boðið verður upp á drykki og hollustunasl.

Þekkingarnet Austurlands

BR