Djúpivogur
A A

Menningaráætlun ESB lýsir eftir umsóknum

Menningaráætlun ESB lýsir eftir umsóknum

Menningaráætlun ESB lýsir eftir umsóknum

skrifaði 09.11.2006 - 00:11

ESBNý Menningaráætlun ESB (2007-2013) / Culture Programme (2007-2013) lýsir eftir umsóknum um styrki á sviði menningar og lista.

Upplýsingar um áætlunina eru aðgengilegar á vefsíðu Upplýsingaþjónustu Menningaráætlunar ESB, www.evropumenning.is .   

Gögnin eru birt með fyrirvara um endanlegt samþykki stofnana ESB.  Auglýstur umsóknarfrestur er 28. febrúar 2007.  

Íslendingar eru víða virkir í evrópsku lista- og menningarsamstarfi – ástæða er til að benda fólki á að kanna hvort þættir í starfsemi sem þegar er stunduð eða fyrirhuguð geta fallið undir skilgreiningar Menningaráætlunarinnar á styrkhæfum verkefnum. 

 tyrkir verða veittir í eftirfarandi flokkum:

1.2.2. Þýðingar.  Útgefendur geta sótt um þýðingarstyrki til að þýða 4 til 10 evrópsk verk (ekki er gerð krafa um samstarf milli landa)

1.2.1. Samstarfsverkefni sem vara allt að tveimur árum og eru með þátttöku frá a.m.k. þremur aðildarlöndum áætlunarinnar.  Samstarfsverkefni skulu fela í sér nýungar, vera skapandi og vera til þess fallin að leiða til áframhaldandi samstarfi.

1.1. Verkefni sem vara 3 til 5 ár og eru með þátttöku a.m.k. sex aðildarlanda áætlunarinnar.   Hér er um að ræða verkefni sem geta lagt grunn

að sjálfbæru og skipulegu samstarfi í menningargeiranum. Styrkir eru ætlaðir til að styðja þá sem vilja hefja slíkt samstarf eða víkka það til fleiri landa.

Auk þess sem að framan er talið styrkir Menningaráætlun ESB starfsemi evrópskra menningarstofnana, samstarfsneta og evrópska menningarviðburði sem ná til a.m.k. sjö Evrópulanda.  Hér er skilyrði að starfsemin sé evrópsk frekar en tengd einstökum Evrópulöndum og að ekki færri en 7 aðildarlönd eigi þátt i henni.   Umsóknarfrestur er til 22. desember 2006.   Þá auglýsir menningaráætlunin eftir aðilum til að taka að sér skipulagningu og umsjón Evrópuverðlauna á sviði menningararfleifðar.

Hin nýja menningaráætlun verður kynnt á fundi Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri 23. nóvember, sjá http://www.akmennt.is/nu/ . Fundir á höfuðborgarsvæðinu verða auglýstir síðar.  Skrifstofa Upplýsingaþjónustunnar er opin frá 9 – 17 alla virka daga.