Djúpivogur
A A

Matráður óskast í leikskólann Bjarkatún

Matráður óskast í leikskólann Bjarkatún

Matráður óskast í leikskólann Bjarkatún

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 24.03.2021 - 08:03

Laust er til umsóknar starf matráðs í leikskólanum Bjarkatúni á Djúpavogi. Um er að ræða 100% starf frá kl. 8:00 - 16:00. Um framtíðarstarf er að ræða frá 1. maí 2021.

Leikskólinn Bjarkatún vinnur eftir hugmyndafræði Cittaslow, Grænfána og Uppeldi til ábyrgðar. Samvinna, traust og virðing eru lykilorð í leikskólanum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ber ábyrgð á matseld, innkaupum, stjórnun og framkvæmd starfsins í eldhúsinu.
  • Sér um innkaup á mat og búnaði fyrir eldhúsið.
  • Umsjón með kaffistofu og þvottahúsi.
  • Frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Þekking og meðvitund um næringargildi og hollustu í matargerð
  • Þekking og meðvitund um bráðaofnæmi og ofnæmi/fæðuóþol almennt
  • Hreinlæti og snyrtimennska
  • Lipurð og færni í samskiptum
  • Bílpróf æskilegt

Nánar upplýsingar um starfið veitir Guðrún S. Sigurðardóttir í s: 470-8720 eða á netfanginu gudrun.sigurdardottir@mulathing.is. Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2021.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og viðkomandi stéttarfélags. Einstaklingar af öllum kynjum eru hvött til að sækja um stöðuna.

Þau sem ráðin eru til starfa við leikskólann þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is