Djúpivogur
A A

Margnota bökunarpappír

Margnota bökunarpappír

Margnota bökunarpappír

skrifaði 01.10.2010 - 10:10

Foreldrafélag leikskólans ætlar að ganga í hús í kvöld og selja Teflet margnota bökunarpappír.  Þessi margnota bökunarpappír er tilvalin í jólabaksturinn en hægt er nota hann í ofnskúffuna, kökuformin, í eldföstu fötin og fleira.  Þú notar hann aftur og aftur .  Bökunarpappírinn er með 100%  “non-stick” yfirborði og því er óþarfi að smyrja hann.

Þú þrífur bökunarpappírinn með rökum klút en hann má einnig fara í uppþvottavél.  Pappírinn þolir allt að 260°C og það eru tvö blöð í pakkanum og á að duga í allt að sex ár.  Þessi margnota bökunarpappír kostar 2000 kr. Allur ágóði sölunnar rennur til leikskólabarna á Djúpavogi.  

Stjórn Foreldrafélagsins