Djúpavogshreppur
A A

Málþing um framtíð Daga myrkurs á Austurlandi

Málþing um framtíð Daga myrkurs á Austurlandi

Málþing um framtíð Daga myrkurs á Austurlandi

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 01.04.2019 - 10:04

Málþing um framtíð Daga myrkurs á Austurlandi verður haldið föstudaginn 5. apríl í sal Austurbrúar að Vonarlandi, frá 15:00 – 17:00.

Dagar myrkurs hafa verið haldnir á Austurlandi síðan árið 2000. Upphaflega voru þeir haldnir á vegum Markaðsstofu Austurlands en síðustu ár hefur Austurbrú haldið utan um verkefnið. Framkvæmdin hefur oft tekist ágætlega en misjafnt hefur verið milli staða og ára hvernig til hefur tekist.

Vonumst við til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta því það er trú Austurbrúar að þessi hátíð sé orðin mikilvægur þáttur í vetrarmenningu á Austurlandi. Til þess að hún haldist lifandi og fjölbreytt er mikilvægt að við hjálpumst að við undirbúning og framkvæmd.

Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið dora@austurbru.is í síðasta lagi 3. apríl.