Djúpivogur
A A

Magnús og Jóhann bætast við dagskrá Hammondhátíðar

Magnús og Jóhann bætast við dagskrá Hammondhátíðar

Magnús og Jóhann bætast við dagskrá Hammondhátíðar

skrifaði 06.02.2013 - 14:02

Þá er orðið ljóst hverjir munu leika á sunnudagstónleikum Hammondhátíðar í kirkjunni. Það eru engir aðrir en Magnús og Jóhann sem munu stíga á stokk ásamt Jóni Ólafssyni á Hammond.

Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason þarf vart að kynna fyrir þjóðinni en þeir fögnuðu 40 ára starfsafmæli sínu árið 2011. Eftir þá félaga liggja fjölmörg lög sem eru stór hluti af íslenskri dægurlagasögu, lög eins og Álfar, Ást, Söknuður, Jörðin sem ég ann, Ástin og lífið, Dag sem dimma nátt, Yakety Yak, Þú átt mig ein, Í Reykjavíkurborg, Blue Jean Queen, Mary Jane, Seinna meir, Ísland er land þitt o.fl.

Þetta er því óhætt að segja að þetta sé glæsileg viðbót við þá dagskrá Hammondhátíðar sem búið var að kynna, en eins og kunnugt er munu Nýdönsk, Dúndurfréttir, Karlakórinn Trausti og FÍH bandið stíga á stokk á hátíðinni. Enn á eftir að ganga endanlega frá dagskrá fimmtudagsins.

Miðasala verður auglýst síðar.

Fylgist með framvindu á heimasíðu Hammondhátíðar og Facebooksíðu Hammondhátíðar.