Djúpivogur
A A

Maðurinn sem stal sjálfum sér - útgáfuhóf í Löngubúð

Maðurinn sem stal sjálfum sér - útgáfuhóf í Löngubúð

Maðurinn sem stal sjálfum sér - útgáfuhóf í Löngubúð

skrifaði 08.10.2014 - 16:10

Laugardaginn 11. október verður útgáfu bókarinnar Maðurinn sem stal sjálfum sér eftir Gísla Pálsson fagnað í Löngubúð á Djúpavogi. Bókin fjallar um lífshlaup Hans Jónatans, karabíska þrælsins sem gerðist verslunarmaður á Djúpavogi. Hans Jónatan var einnig fyrsti þeldökki maðurinn sem settist að hér á landi.

Herlegheitin hefjast kl. 16:00.

Meðfylgjandi mynd er fengin að láni frá Forlaginu en á henni er Gísli Pálsson með bókina góðu.

Við hvetjum Djúpavogsbúa að fjölmenna á þennan spennandi viðburð.

ÓB