Djúpivogur
A A

Maðurinn sem stal sjálfum sér - í enskri þýðingu

Maðurinn sem stal sjálfum sér - í enskri þýðingu

Maðurinn sem stal sjálfum sér - í enskri þýðingu

skrifaði 10.05.2016 - 19:05

Gísli Pálsson prófessor og rithöfundur er okkur íbúum á Djúpavogi að góðu kunnur en skemmst er að minnast magnaðri bók hans "Maðurinn sem stal sjálfum sér" sem fjallar um Hans Jónatan hinn þeldökka þræl sem gerði víðreist og settist að hér á Djúpavogi. Gísla rithöfundi þótti því við hæfi þegar að útgáfu bókarinnar kom að halda eftirminnilegt og skemmtilegt útgáfuteiti í Löngubúð á Djúpavogi. Gísli hefur aldeilis ekki látið þar sitja með hinni íslensku útgáfu heldur hefur hann landað samningi við stórt amerísk útgáfufyrirtæki og hefur bókin nú þegar verið gefin út á enskri tungu.

Hans Jónatan og saga hans hefur því einnig notið athygli utan landsteinana nú þegar. "THE MAN WHO STOLE HIMSELF" Auk þessa alls vinnur nú Gísli með aðstoð kvikmyndagerðarmannsins Valdimars Leifssonar að gerð heimildarmyndar um Hans Jónatan og er verkefnið komið langt á veg, en Gísli lagði m.a. í víking með fríðu föruneyti á slóðir Hans Jónatan í Saint Croix við tökur á myndinni. Segja má því með sanni að Gísli Pálsson hafi sannarlega komið Djúpavogi á kortið í þessum efnum enda saga Hans Jónatan samofin sögu Djúpavogs, en Hans á víða afkomendur á íslandi m.a. á Djúpavogi.

Það er sérstök ástæða að óska Gísla Pálssyni innilega til hamingju með hina nýju útgáfu og fyrir hafa í raun unnið það þrekvirki sem hann hefur innt af hendi við að gera persónu Hans Jónatans og sögu hans svo rækilega skil sem þegar sýnt er orðið.


http://press.uchicago.edu/ucp/books/book/chicago/M/bo21936305.html.

AS