Djúpavogshreppur
A A

Lýsing á deiliskipulagstillögu - kynning

Lýsing á deiliskipulagstillögu - kynning

Lýsing á deiliskipulagstillögu - kynning

skrifaði 07.12.2016 - 09:12

Blábjörg í Djúpavogshreppi: Deiliskipulag ferðaþjónustu-, útivistar- og landbúnaðarsvæðis

Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að deiliskipulagi ferðaþjónustu-, útivistar- og landbúnaðarsvæðis í landi Blábjarga í Djúpavogshreppi dags. 30. nóvember 2016 ásamt ásamt meðfylgjandi drögum að tillögu dags. 24. nóvember 2016.

Samkvæmt lýsingu er markmið skipulagsgerðarinnar að koma fyrir þremur smáhúsum til reksturs gistiþjónustu í næsta nágrenni íbúðarhússins á jörðinni. Lögð verður áhersla á að húsin fari vel í landi og þau myndi samfellu, án þess að yfirgnæfa íbúðarhúsið. Um er að ræða 3 stök hús, hvert um sig um 65 m² að stærð. Gert er ráð fyrir að tvær gistieiningar verði í hverju húsi.

Ofangreind lýsing liggur frammi til kynningar á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, Djúpavogi, frá og með 7. desember til og með 19. desember 2017. Einnig er lýsingin aðgengileg hér á heimasíðu Djúpavogshrepps undir liðnum Aðalskipulag.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér lýsinguna. Ábendingum við lýsinguna skal skila skriflega til sveitarstjóra Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpavogi eða á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is, eigi síðar en 18. desember 2016. Vinsamlegast gefið upp nafn, kennitölu og heimilisfang sendanda innsendra ábendinga.

Sveitarstjóri