Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands í september

Á miðvikudögum í september ætlar Ferðafélag Djúpavogs að taka þátt í lýðheilsugöngum Ferðafélags Íslands. Á morgun, miðvikudaginn 6. september, verður gengið út í Sandey og byrjar gangan frá VIÐ VOGINN kl. 18.00.
Fylgist með á fésbókarvef Ferðafélags Djúpavogs.
Um verkefnið
Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands verða á öllu landinu nú í september og eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Munið:
September 2017
Alla miðvikudaga kl. 18:00
Náttúra, vellíðan, saga og vinátta
Fjölskylduvænar 60-90 mínútna göngur Í flestum sveitarfélögum landsins
Allir velkomnir – þátttaka ókeypis
Reimið endilega á ykkur gönguskóna, komið út að ganga með Ferðafélagi Íslands á miðvikudögum í september og njótum náttúrunnar í sameiningu.
Allar upplýsingar um göngustaði vítt og breitt um landið má nálgast hér á sérvef verkefnisins http://fi.is/lydheilsa