Djúpivogur
A A

Lokahátíð Búanna

Lokahátíð Búanna

Lokahátíð Búanna

skrifaði 20.12.2010 - 10:12

Í allt haust hefur staðið yfir heilsuátak í íþróttamiðstöð Djúpavogs undir nafninu Djúpavogsbúinn 2010.

Nú á að klára þetta fyrsta átak með stæl í heita pottinum í sundlaug Djúpavogs kl. 18 í dag mánudaginn 20. des. Léttar veitingar verða í boði og viðurkenningar veittar til þeirra sem best hafa staðið sig.

Miðvikudaginn 22. des verður síðasta þrek fyrir jól kl. 17:00

Allir velkomnir til að slást í hópinn, jafnt karlar sem konur á öllum aldri.