Djúpivogur
A A

Ljósmyndasýning - Við Voginn

Ljósmyndasýning - Við Voginn

Ljósmyndasýning - Við Voginn

skrifaði 23.04.2010 - 07:04

Á dögum Hammondhátíðar er ýmislegt á dagskrá eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni, en einn af viðburðunum er ljósmyndasýning sem að Djúpavogsbúinn Dröfn Freysdóttir stendur fyrir í sal verslunarinnar Við Voginn.
Hér er um að ræða fjölmargar fallegar ljósmyndir m.a. fangaðar úr nánasta umhverfi Djúpavogs þar sem Dröfn veitir bæði hinu stóra sem smáa athygli.  Dröfn hefur næmt auga fyrir hinum ýmsu formum og mótífum og á efalaust eftir að gefa meira af sér á þessu sviði á komandi árum.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 Dröfn Freysdóttir við ljósmyndir sínar í sal verslunarinnar Við Voginn

 Ljósmyndir Drafnar koma einstaklega vel út í sal verslunarinnar Við Voginn