Djúpivogur
A A

Ljóð unga fólksins

Ljóð unga fólksins

Ljóð unga fólksins

skrifaði 05.05.2013 - 19:05

Ljóðasamkeppnin "Ljóð unga fólksins" hefur verið haldin á nokkurra ára fresti allt frá árinu 1998 undir merkjum Þallar, samstarfshóps um barnamenningu á bókasöfnum.  Afraksturinn hefur alltaf verið gefinn út á bókum. 
Verkefnið var kynnt á haustdögum á skóla- og almenningssöfnum um land allt.  Skilafrestur var til 1. desember 2012 og bárust alls 920 ljóð í keppnina.  Í Djúpavogsskóla tóku nemendur 4. og 5. bekkjar þátt.

Sl. föstudag var tilkynnt að einn nemandi Djúpavogsskóla væri meðal þeirra höfunda sem fengju ljóðið sitt birt í bókinni "Ljóð unga fólksins 2013."  Þessi nemandi var Þór Albertsson og má sjá ljóðið hans hér að neðan. 

Sumar
Á sumrin er gaman
þá leika allir saman.
Svo er langur dagur búinn
og ég er svo lúinn
en ég vona
að næsti dagur verði alveg eins.   
ÞA 

Óska ég honum hjartanlega til hamingju.  Bókasafnsvörður