Djúpivogur
A A

Listsýning í Hálsaskógi

Listsýning í Hálsaskógi

Listsýning í Hálsaskógi

skrifaði 07.07.2016 - 15:07

Skógarverkefnin eru nú komin upp en börnin á leikskólanum Bjarkatúni eru með listasýninguna “Skreytum skóginn” í Hálsaskógi, Skógrækt Djúpavogs. Þetta er 15 árið sem sett er upp sýning á vegum leikskólans í skóginum.

Listaverkin eru unnin úr fjölbreyttum efnivið, bæði endurvinnanlegum sem og náttúrulegu efni úr skóginum í anda Cittaslow.  Sniglar, fiðrildi og fuglar skíða og hanga um skóginn og hvetjum við alla að fara og skoða sýninguna sem stendur til 30. september.

Hér má skoða lítinn hluta af listaverkunum.

Guðrún leikskólastjóri