Djúpivogur
A A

Listamaður í Himnaríki - á Djúpavogi

Listamaður í Himnaríki - á Djúpavogi

Listamaður í Himnaríki - á Djúpavogi

skrifaði 15.01.2010 - 09:01

Í nýjasta tölublaði tímaritsins "Ský", sem meðal annars er dreift í öllum flugvélum Flugfélags Íslands, er grein um listamanninn Sigurð Guðmundsson og nýjasta verk hans, Eggin í Gleðivík.

Undirrituð rakst á greinina fyrir tilviljun nú nýlega en þar talar Sigurður um Djúpavog af mikilli alúð og lýsir fyrstu kynnum sínum af staðnum ásamt því að lýsa tilurð listaverksins í Gleðivík.

Greinina má lesa með því að smella hér

Greinin er eftir Ástu Andrésdóttur en ljósmyndir eftir Pál Stefánsson og Áslaugu Snorradóttur.

BR