Djúpivogur
A A

List án landamæra

List án landamæra

List án landamæra

skrifaði 13.02.2014 - 15:02

Djúpavogshreppur hefur ákveðið að taka þátt í verkefninu "List án landamæra 2014."

Hátíðin hefur verið haldin á Fljótsdalshéraði síðastliðin 7 ár og á síðasta ári var hátíðin í fyrsta skipti haldin á Seyðisfirði og í Fjarðabyggð.  Í ár er svo ætlunin að gera betur og útvíkka hátíðina enn frekar á Austurlandi og hafa Vopnafjörður, Djúpivogur og Borgafjörður eystri lýst yfir áhuga á að taka þátt þetta árið.

List án Landamæra er árleg listahátíð þar sem fjölbreytileiki mannlífsins er í fyrirrúmi og er öllum velkomið að taka þátt.  Hátíðin er haldin um allt land og er markmiðið að sjá tækifæri en ekki takmarkanir,  brjóta múra á milli fatlaðra og ófatlaðra einstaklinga og er markmiðið ná til sem flestra hópa samfélagsins og  virkja þá til þátttöku. Uppskeruhátíð fyrir List án landamæra á Austurlandi hefur fram að þessu verið í maí og gjarnan stílað inn á að halda opnunarhátíð einhverja helgi í þeim mánuði með tilheyrandi viðburðum og sýningum. 

Þemað fyrir List án landamæra á Austurlandi 2014 er: Þjóðsögur og vættir.

Ákveðið hefur verið að halda opnunarhátíð hér á Djúpavogi í maí 2014 og er undirbúningur fyrir verkefnið að fara af stað.  Þeir sem hefðu áhuga á að taka þátt eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við Halldóru á netfangið:  skolastjori@djupivogur.is en hún mun halda utanum verkefnið þar til Ugnius kemur heim úr fríi. 

Vonumst við að sjálfsögðu til þess að sem flestir taki þátt.

HDH