Djúpivogur
A A

Líf og fjör í Tryggvabúð

Líf og fjör í Tryggvabúð

Líf og fjör í Tryggvabúð

skrifaði 02.12.2015 - 11:12

Það er jafnan mikið fjör í Tryggvabúð, félagsaðstöðu eldri borgara á Djúpavogi. Fyrir utan hefðbundið félagsstarf eru reglulega haldnar myndasýningar sem eru vel sóttar, ýmsir aðrir viðburðir eru einnig haldnir þar, eldri borgarar fá heimsóknir frá öðrum eldri borgurum á Austurlandi og nýjasta viðbótin við þessa flóru er að menn eru farnir að fjölmenna í kaffi á morgnana.

Þannig er að eftir að sjoppan á staðnum seinkaði morgunopnunartímanum frá 9 til 11, þá urðu kaffiþyrstir morgunahanar að finna sér annan samastað til að hittast á og þá lá beinast við að leita skjóls í Tryggvabúð. Þetta hefur undið þannig upp á sig að nú er jafnan töluverður fjöldi og mikið fjör á morgnana í Tryggvabúð.

Svo er hið rómaða vöfflukaffi alla miðvikudaga kl. 15:00, þar sem allir eru velkomnir og ungir sem aldnir eru duglegir að sækja.

Í meðfylgjandi myndasafni eru sýnishorn af því fjöri sem fram fer í Tryggvabúð. Síðustu 3 myndirnar í því safni fengum við sendar í morgun frá Jóni Einari Ágústssyni og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

ÓB