Djúpavogshreppur
A A

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum komið áfram í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum komið áfram í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum komið áfram í Gettu betur

skrifaði 15.02.2010 - 06:02

Menntaskólinn á Egilsstöðum fór með sigur af hólmi í viðureign sinni við Fjölbrautaskólann í Garðabæ í Gettu betur um helgina, sem þýðir að keppnislið skólans er komið í undanúrslit í keppninni. Það er í fyrsta skipti í 12 ár sem Menntaskólanum á Egilsstöðum tekst það.

Djúpavogsbúarnir Jóhann Atli Hafliðason og Arnar Jón Guðmundsson fóru mikinn þó þeir hafi fengið nokkur hjörtu til að slá aukaslög undir lok keppninnar, þar sem FG náði að minnka muninn úr 24-16 í 24-22. ME leiddi hins vegar alla viðureignina og því má segja að sigurinn hafi verið nokkuð öruggur.

Þar sem þetta var fyrsta viðureign í 8-liða úrslita er ekki enn komið í ljós hverjum þeir mæta í undanúrslitum.

Heimasíðan óskar Menntaskólanum á Egilsstöðum til hamingu með frábæran árangur.

ÓB