Djúpivogur
A A

Leikskólinn Bjarkatún og Grunnskóli Djúpavogs auglýsa lausar stöður

Leikskólinn Bjarkatún og Grunnskóli Djúpavogs auglýsa lausar stöður

Leikskólinn Bjarkatún og Grunnskóli Djúpavogs auglýsa lausar stöður

skrifaði 25.03.2009 - 11:03

Leikskólinn Bjarkatún
Laus er staða deildarstjóra eldri deildar við leikskólann Bjarkatún frá 1. maí 2009 auk leikskólakennara í 4 stöðugildi frá 15. ágúst 2009.
Leikskólinn Bjarkatún er tveggja deilda með um 30 nemendur sem eru teknir inn eins árs.  Leikskólinn er staðsettur í nýlegu húsnæði þar sem stutt er í ósnortna náttúru og skemmtilegt útivistarsvæði. Bjarkatún leggur áherslu á umhverfismennt, hreyfingu og leikgleði.  Opnunartími leikskólans er frá 7:45-16:15.  Áhugasamir geta skoðað heimasíðu leikskólans:
www.djupivogur.is/leikskoli 
Upplýsingar veitir Þórdís Sigurðardóttir leikskólastjóri í síma 478-8832 eða í tölvupósti
thordis@djupivogur.is
Umsókn fylgi yfirlit um nám og störf.  Umsækjendur geta sótt um í tölvupósti á bjarkatun@djupivogur.is
Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2009 og 15. júlí 2009

Grunnskóli Djúpavogs
Fyrir næsta skólaár vantar kennara í eftirfarandi námsgreinar:  Íþróttir, ensku, dönsku, stærðfræði, náttúrufræði, textílmennt,  heimilisfræði, upplýsinga- og tæknimennt.
Grunnskóli Djúpavogs er einsetinn skóli þar sem mikil áhersla er lögð á samkennslu, samvinnu árganga og grenndarnám.   Mjög gott samstarf er milli grunnskólans, tónskólans, leikskólans og Umf. Neista.  Möguleiki er, fyrir íþróttakennara, að fá þjálfun fyrir Ungmennafélagið samhliða íþróttakennslu í skólanum.
Umsóknum skal skal skila til skólastjóra, fyrir 1. maí 2009.  Eyðublöð má finna á heimasíðu skólans: 
http://djupivogur.is/grunnskoli/
Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir í síma:  478-8246 eða dora@djupivogur.is

Í Djúpavogshreppi búa um 500 manns.  Þar er góður leikskóli, grunnskóli, íþróttamiðstöð með innisundlaug, verslanir, heilsugæsla, læknir auk annarrar almennrar þjónustu.