Djúpivogur
A A

Leikskólinn Bjarkatún fær grænfánann í fjórða skiptið

Leikskólinn Bjarkatún fær grænfánann í fjórða skiptið

Leikskólinn Bjarkatún fær grænfánann í fjórða skiptið

Ólafur Björnsson skrifaði 16.12.2019 - 08:12

Skólar á grænni grein (Eco-Schools) er verkefni sem byggir á því að stuðla að sjálfbærni og umhverfisvernd út frá lýðræðismenntun og getu til aðgerða. Skólar á grænni grein þurfa að fylgja sjö skrefa ferli sem markast að því að efla vitund nemenda, kennara og annara starfsmanna skólans um umhverfismál. Þetta verkefni hefur víðtæk áhrif þar sem skólar taka ábyrga afstöðu í málum sem snerta umhverfið.

Það er því gleðiefni að Leikskólinn Bjarkatún fái grænfánann afhentan í fjórða skiptið. Það var hún Guðrún frá Landvernd sem kom og afhenti okkur fánann sem við munum hafa til næstu tveggja ára. Þórdís verkefnastjóri umhverfisstarfs Bjarkatúns og elstu nemendur Bjarkatúns sem eru jafnframt í grænfánanefnd skólans tóku á móti fánanum.