Djúpivogur
A A

Leikjatímar í ÍÞMD - á laugard. frá kl. 11:00 - 12:00

Leikjatímar í ÍÞMD - á laugard. frá kl. 11:00 - 12:00

Leikjatímar í ÍÞMD - á laugard. frá kl. 11:00 - 12:00

skrifaði 23.09.2011 - 10:09

Eins og síðastliðin ár býður ÍÞMD upp á leikjatíma á laugardögum yfir veturinn, þar sem foreldrum eða öðrum fullorðnum og ábyrgum forráðamönnum gefst kostur á að mæta með yngstu börnin í tíma þ.e. börn á leikskólaaldri.

Til upplýsinga og upprifjunar er markmiðið með þessum tímum að gefa foreldrum kost á að nýta íþróttasalinn í ÍÞMD til hreyfingar fyrir yngstu börnin. 
Að öðru leyti er mottóið bara að hafa gaman, hitta aðra foreldra og vera virkur í leik með börnunum. 
Foreldrar / forráðamenn bera alfarið ábyrgð á börnunum, þar sem ekkert sérstakt eftirlit er með þessum tímum af hálfu starfsfólks ÍÞMD eða leiðbeinenda. Það eru því foreldrarnir sjálfir sem eru með tímann svo það sé á hreinu. 
Að gefnu tilefni er vert að minna á að börnin mega alls ekki klifra í rimlunum á veggjunum  í salnum nema því aðeins að foreldrar standi undir.

Foreldrar /forráðamenn hafa fullan aðgang að viðeigandi áhöldum og dóti úr áhaldageymslu til nota í íþróttasalnum meðan á tíma stendur. 
ÍÞMD gerir ekki aðrar kröfur en þær að notendur gangi snyrtilega frá eftir tíma í áhaldageymslunni og skili íþróttasalnum í því horfi sem tekið var við honum.  Auðvitað er svo mælst til þess að foreldrar hjálpist að við að ganga frá eftir tíma.

Fyrsti leikjatíminn er núna á laugardaginn 24.sept. og verður sama tímasetning og áður þ.e. frá kl 11:00 - 12:00.
Eftir tíma er svo auðvitað tilvalið að hittast í sundlauginni og slaka á.

ATH. Leikjatímar þessir í íþróttasalnum kosta ekkert.
 

Sjáumst hress og kát í leikjatímum á laugardögum.
Starfsfólk ÍÞMD