Djúpivogur
A A

Laust starf á gæsluvelli

Laust starf á gæsluvelli

Laust starf á gæsluvelli

skrifaði 19.05.2016 - 13:05

Djúpavogshreppur auglýsir hér með laust starf við gæsluvöll sem verður starfræktur í Bjarkatúni fyrir börn fædd 2009-2014 frá 18. júlí -12. ágúst í sumar, ef næg þátttaka fæst.

Miðað er við að ekki færri en 8 börn verði skráð í hverri viku en opið verður frá kl. 10:00-14:00. Börnin þurfa að koma nestuð fyrir daginn en aðstaða verður í leikskólanum til að borða inni ef veður er vont.

Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við sveitarstjóra á skrifstofu sveitarfélagsins Bakka 1 eða sendi tölvupóst sveitarstjori@djupivogur.is. Umsóknarfrestur er til 1. júní.

Sveitarstjóri