Djúpavogshreppur
A A

Lag dagsins með Svavari Knút

Lag dagsins með Svavari Knút

Lag dagsins með Svavari Knút

skrifaði 08.07.2009 - 14:07

Eins og íbúar Djúpavogshrepps ættu að vera farnir að vita ætlar Svavar Knútur að heimsækja okkur fimmtudagskvöldið 9. júlí og halda tónleika í Löngubúð. Til þess að hita mannskapinn örlítið upp fyrir þetta stórkostlega kvöld sem í vændum er, ætlum við að birta myndbönd með Svavari hér á heimasíðunni.

Lag dagsins heitir "Clementine", af plötunni I can't believe it's not happiness sem hljómsveit Svavars, Hraun, gaf út árið  2007.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er aðgangseyrir kr. 1000.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla Djúpavogsbúa til þess að fjölmenna í Löngubúð á fimmtudagskvöldið og taka vel á móti Svavari Knút.