Djúpivogur
A A

Kynningarmyndband um stöðu Djúpavogshrepps

Kynningarmyndband um stöðu Djúpavogshrepps

Kynningarmyndband um stöðu Djúpavogshrepps

skrifaði 23.05.2014 - 10:05

Hér að neðan er myndband sem Djúpavogshreppur hefur látið vinna í samstarfi við og með stuðningi Afls starfsgreinafélags.

Markmiðið með útgáfu þessa myndbands af hálfu Djúpavogshrepps er að vekja almenning í landinu og stjórnvöld til alvarlegrar umhugsunar um stöðu Djúpavogs í ljósi þeirra augljósu veikleika þess fiskveiðistjórnunarkerfis sem að smærri byggðum landsins er ætlað að búa við. Kerfis sem vegur með ómannúðlegum og óvægnum hætti að tilveru fólks í landinu með stuðningi stjórnvalda. Íbúar krefjast aðgerða af hálfu stjórnvalda um að tryggja byggðinni sanngjarna hlutdeild í hinni sameiginlegu auðlind.

Myndbandið og viðfangsefni þess fá umfjöllun í Kastljósi á RÚV í kvöld en þar verður rætt við Gauta Jóhannesson, sveitarstjóra.

Fréttasíðan hvetur alla sem vettlingi geta valdið til þess að deila þessu myndbandi sem víðast.

ÓB