Djúpivogur
A A

Kynningardagurinn - sunnudagur 31. janúar

Kynningardagurinn - sunnudagur 31. janúar

Kynningardagurinn - sunnudagur 31. janúar

skrifaði 30.01.2016 - 16:01

 Kynningardagur félaga, samtaka, fyrirtækja og frumkvöðla

í Djúpavogshreppi

verður haldinn sunnudaginn 31. janúar 2016, kl. 15:00-17:00

í íþróttamiðstöð Djúpavogshrepps.

 

 Í Djúpavogshreppi er fjölbreytt flóra félaga, fyrirtækja og frumkvöðla. Virkni og starfssemi er misjöfn og kannski þörf á samstarfsaðilum, sjálfboðaliðum eða fleiri þátttakendum til að efla megi starfssemina hvort sem um ræðir félagasamtök, fyrirtæki eða frumkvöðlarekstur.

 

Langar þig að kynna starfsemi þíns félags, fyrirtækis eða þinna samtaka?

Vantar þátttakendur í þín samtök eða þitt félagastarf?

Vantar fólk í stjórn í þitt félag?

Langar þig að stofna nýtt félag eða samtök td. leikfélag, framfarafélag, stjörnuskoðunarfélag eða eitthvað allt annað?

Ávinningurinn gæti verið nýir félagar, ný sambönd, aukin sala, meiri skilningur og pottþétt skemmtilegur dagur fyrir alla íbúa Djúpavogshrepps.

Þátttakendur mæta kl. 14:00 til að stilla upp í íþróttasalnum. Lítil borð verða á staðnum en frekari innréttingar (borð, stólar, skilti, tölvur eða annað) þurfa þátttakendur að koma með sjálfir eða panta aukalega. Hvert borð verður merkt þátttakanda.

Félög og samtök geta nýtt sér þetta tækifæri til fjáröflunnar með sölu á kaffi, veitingum, happadrætti eða öðru.

Smáfyrirtæki, handverksfólk og listamenn eru hvattir til að kynna vinnuna á bakvið verk sín og starfsemi.

Frekari upplýsingar hjá Ágústu Margréti Arnardóttur

sími 863-1475 eða agusta@arfleifd.is